Stóru löndin geta valið milli sterkra leikmanna

Morten Olsen.
Morten Olsen. AFP

Morten Olsen landsliðsþjálfari Dana skilur svekkelsi Dana eftir 2:0 tapið gegn Frakklandi í vináttulandsleik í fyrradag en liðið var harðlega gagnrýnt eftir leikinn. Olsen hefur hins vegar afsakanirnar á reiðum höndum.

„Þegar kemur að landsliðum, sérstaklega liði eins og okkar, þá höfum við ekki svo marga leikmenn. Stóru löndin geta bara valið milli sterkra leikmanna. En ef fólk er svekkt yfir því að við höfum ekki leikmenn einmitt núna, þá get ég skilið það,“ sagði Olsen við Berlingske Tidende.

„En við höfum þá ekki og þurfum því að klára málið á annan hátt. Fólk á að mínu mati að sýna því stuðning. Við verðum að horfa raunhæfum augum á málið. Það gagnast ekkert að kíkja á það sem við höfðum fyrir 30 árum síðan. Þetta snýst um það sem er í gangi núna. Ef allir eru klárir þá höfum við lið sem getur staðið í öllum liðum,“ sagði Olsen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert