Ancelotti vill vera áfram hjá Real Madrid

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid.
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid. AFP

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid á Spáni, vill ólmur vera áfram hjá félaginu, en framtíð hans verður ákveðin eftir síðasta leik liðsins í deildinni.

Ítalski þjálfarinn vann Meistaradeildina með liðinu á síðustu leiktíð, en hefur ekki tekist að fylgja eftir frábærum árangri á þessari leiktíð. Liðið er í öðru sæti deildarinnar, komst ekki í bikarúrslit og datt þá út í undanúrslitum Meistaradeildarinnar fyrir Juventus.

Rafael Benitez hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid undanfarna daga, en talið er að Ancelotti taki poka sinn.

„Ég hef ekki rætt við félagið um framtíð mína og félagið hefur heldur ekki talað neitt við mig, en ég held að ég verði áfram þjálfari liðsins, eða alveg þangað til mér verður sagt annað,“ sagði Ancelotti.

„Ef félagið breytir um þjálfara þá mun ég bara taka því, það er í góðu. Ef ég fer þá hef ég átt tvö frábær ár hérna, en auðvitað vonast ég eftir því að vera áfram,“ sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert