Birkir með tvö og Pescara í umspil

Birkir Bjarnason á fullri ferð gegn Hollendingum.
Birkir Bjarnason á fullri ferð gegn Hollendingum. mbl.is/Ómar

Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði tvívegis fyrir Pescara í Seriu B á Ítalíu í kvöld. Pescara vann þá Livorno 3:0 í hreinum úrslitaleik liðanna í lokaumferð deildarinnar, um sæti í umspili um sæti í A-deildinni.

Birkir skoraði annað og þriðja mark liðsins sem fyrir leikinn var í níunda sæti, á eftir Livorno, en hafnaði í sjöunda sæti og er eitt sex liða sem fer nú í keppni um sæti í A-deildinni. Carpi og Frosinone fóru beint upp eftir að hafa endað í tveimur efstu sætunum.

Mörk Birkis komu á 52. mínútu og í uppbótartímanum. 

Ásamt Pescara eru það Vicenza, Bologna, Spezia, Perugia og Avellino sem slást nú um síðasta lausa farmiðann upp í A-deildina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert