Ekkert heyrt frá Viking

Jón Daði Böðvarsson og Bruno Martins Indi
Jón Daði Böðvarsson og Bruno Martins Indi Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur ekkert heyrt frá stjórn félagsins varðandi framlengingu á samning sínum, en hann verður frjáls ferða sinna í byrjun næsta árs.

Margir leikmenn Viking eru að renna út á samning, en meðal þeirra eru þeir Veton Berisha, Kristoffer Haugen, Indriði Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson.

Indriði hefur þegar gefið frá sér tilkynningu um að hann ætli sér að leika á Íslandi næsta sumar, en Jón Daði hafnaði nýjum samning fyrr í vetur. Hann hefur ekkert heyrt frá stjórninni síðan þá, en hann bjóst við að þeir myndu bjóða sér nýjan og betri samning.

„Ég hafnaði þeim einu sinni og hef ekki heyrt neitt síðan þá. Ef félagið vill halda mér áfram þá væri gott að vita framtíðarplön félagsins áður en ég ákveð mig,“ sagði Jón Daði í viðtali við Aftenbladet.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert