Vonarglæta fyrir Arnór og félaga

Arnór Smárason.
Arnór Smárason. Eggert Jóhannesson

Torpedo náði í mikilvægan sigur á Ural í dag er liðið sigraði 3:1 á heimavelli sínum. Pablo Fontanello kom gestunum yfir strax á 2. mínútu leiksins áður en Hugo Vieira jafnaði metin úr vítaspyrnu tæpum hálftíma síðar.

Brottvísun rússneska markvarðarins, Nikolay Zabolotny, hafði mikið um úrslit leiksins að segja, en hann braut af sér í vítaspyrnudómnum og gestirnir því manni færri.

Dalibor Stevanovic kom Torpedo yfir um miðjan síðari hálfleik áður en Vieira bætti við öðru marki úr vítaspyrnu. Arnór Smárason kom inná sem varamaður á 65. mínútu leiksins, en hann kom til félagsins frá Helsingborg í febrúar.

Lokatölur því 3:1 Torpedo í vil, en liðið er í 15. sæti með 26 stig þegar ein umferð er eftir en nú þarf liðið að treysta á úrslitum úr öðum leikjum til þess að eiga möguleika á að halda sér uppi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert