Sevilla varði titilinn

Leikmenn Sevilla fagna Evróputitlinum.
Leikmenn Sevilla fagna Evróputitlinum. AFP

Sevilla frá Spáni varði titil sinn í Evrópudeildinni þegar liðið bar sigurorð af úkraínska liðinu Dnipro, 3:2, í stórskemmtilegum úrslitaleik sem fram fór í Varsjá í Póllandi.

Fjögur mörk litu dagsins í fyrri hálfleik en staðan eftir hann var jöfn, 2:2. Maður leiksins, Kólumbíumaðurinn Carlos Bacca, sá svo um að tryggja Sevilla sigurinn með marki á 75. mínútu en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt mark fyrir sína menn.

Þetta var fjórði sigur Sevilla í Evrópudeild UEFA sem er met en áður hafði liðið unnið titilinn árin 2006, 2007 og í fyrra. Með sigrinum tryggði Sevilla sér Meistaradeildarsæti.

Carlos Bacca fagnar marki í kvöld.
Carlos Bacca fagnar marki í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert