Hörður í lið með Emil?

Hörður Björgvin Magnússon
Hörður Björgvin Magnússon ljósmynd/twitter

Knattspyrnumaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er í viðræðum við Hellas Verona og Empoli um lánssamning fyrir næsta tímabil.

Í samtali við Morgunblaðið sagði kappinn að sín mál myndu skýrast á næstu dögum en fari svo að Verona verði fyrir valinu mun Hörður hitta þar fyrir landsliðsmanninn Emil Hallfreðsson sem leikið hefur með liðinu frá 2010. Hörður er samningsbundinn ítalska meistaraliðinu Juventus til ársins 2018 og hyggst félagið ekki selja kappann en Hörður var í láni hjá Cesena á síðustu leiktíð og lék þar 11 leiki í Seríu A en liðið féll niður í B-deildina í vor.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert