Kaká fékk beint rautt spjald í fyrsta sinn - Myndskeið

Kaká í leik með Orlando City.
Kaká í leik með Orlando City. AFP

Brasilíumaðurinn Kaká var rekinn af velli í lok fyrri hálfleiks í 1:1 jafntefli Orlando City og Real Salt Lake í MLS-deildinni í nótt. Þetta var í fyrsta sinn sem Kaká, sem var valinn besti leikmaður heims sama ár og hann varð Evrópumeistari með Milan árið 2007, fær beint rautt á ferlinum.

Kaká, sem leikur nú fyrir Orlando City, kom Orlando í forystu á 5. mínútu með 9. marki sínu á tímabilinu. Sebastián Jaime jafnaði síðan metin fyrir Salt Lake á 28. mínútu. Á 45. mínútu leiks sá Kaká rautt fyrir að stíga á leikmann Salt Lake.

Dómurinn þótti afar harður því Kaká virtist alls ekki hafa stigið á mótherja sinn viljandi. Dómari leiksins var harðlega gagnrýndur eftir leikinn en þetta var 18. rauða spjaldið sem hann gefur í 36 leikjum. Kaká hefði þó alveg mátt fá gult því hann fór hart í bak leikmannsins.

Brotið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert