Rúnar Már tryggði stig með þrumuskoti

Rúnar Már Sigurjónsson í búningi Sundsvall.
Rúnar Már Sigurjónsson í búningi Sundsvall. Mynd/Heimasíða Sundsvall.

Rúnar Már Sigurjónsson var hetja Sundsvall í dag þegar liðið gerði jafntefli við topplið Gautaborgar í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Hjálmar Jónsson spilaði allan leikinn í vörn Gautaborgar sem var 2:0 yfir í hálfleik, en heimamenn í Sundsvall bitu vel frá sér eftir hlé. Þeir skoruðu snemma í síðari hálfleik áður en Rúnar jafnaði með þrumuskoti utan teigs á 60. mínútu. Það reyndist síðasta mark leiksins, lokatölur 2:2.

Rúnar lék allan leikinn með Sundsvall eins og Jón Guðni Fjóluson, en sigurinn fleytti liðinu upp um þrjú sæti og er það nú fimm stigum frá fallsæti.

Draumamark Guðlaugs Victors Pálssonar fyrir Helsingborg dugði ekki til gegn Gunnari Heiðari Þorvaldssyni og félögum í Häcken, en síðarnefnda félagið fór með 3:2 sigur af hólmi. Guðlaugur Victor kom Helsingborg yfir í síðari hálfleik, en Häcken skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok og komst með sigrinum upp fyrir Helsingborg í sjöunda sætinu. Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn en Gunnar Heiðar kom ekki við sögu hjá Häcken.

Þá spilaði Haukur Heiðar Hauksson allan leikinn fyrir AIK sem gerði markalaust jafntefli á útivelli við Kalmar.

Sjá: Victor með þrumufleyg utan teigs (myndskeið)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert