Sasic líklega markadrottning HM

Célia Sasic reynir að komast í gegnum vörn Englendinga í …
Célia Sasic reynir að komast í gegnum vörn Englendinga í leiknum um bronsverðlaunin í gærkvöld. AFP

Þrátt fyrir ósigurinn gegn Englendingum í gærkvöld og markaleysi í tveimur síðustu leikjum sínum í Kanada stefnir allt í að Célia Sasic frá Þýskalandi verði markadrottning heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2015.

Sasic skoraði 6 mörk fyrir þýska liðið og næst á eftir henni er Anja Mittag, samherji hennar, sem skoraði fimm mörk.

Aðeins Carli Lloyd frá Bandaríkjunum á raunhæfa möguleika á að skáka þeim en til þess þarf hún að skora a.m.k. þrennu gegn Japan í úrslitaleiknum í Vancouver í kvöld. Lloyd er í hópi átta leikmanna sem hafa skorað 3 mörk í keppninni og sú eina þeirra sem tekur þátt í úrslitaleiknum.

Þessar hafa skorað flest mörk á HM:

6 - Célia Sasic, Þýskalandi
5 - Anja Mittag, Þýskalandi
3 - Eugénie Le Sommer, Frakklandi
3 - Marie Laure Delie, Frakklandi
3 - Ramona Bachmann, Sviss
3 - Gaëlle Enganamouit, Kamerún
3 - Carli Lloyd, Bandaríkjunum
3 - Fabienne Humm, Sviss
3 - Kyah Simon, Ástralíu
3 - Ada Hegerberg, Noregi

Úrslitaleikur Bandaríkjanna og Japan hefst klukkan 23.00 í kvöld að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert