Forseti Pescara varar Birki við

Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. Getty Images

Daniele Sebastiani forseti ítalska knattspyrnufélagsins Pescara segir í samtali við Calcionews24.com að Birkir verði að komast að samkomulagi við Torino eða annað félag sem uppfyllir kröfur Pescara.

„Við höfðum komist að samkomulagi við Torino og höfðum undirritað samkomulagið af okkar hálfu. Leikmaðurinn verður að gera sér grein fyrir því að ef hann kemst ekki að samkomulagi við Torino, þá verður hann að finna annað félag sem uppfyllir kröfur okkar,“ segir Sebastiani.

Birkir hefur í dag verið orðaður við svissneska félagið Basel. Sebastiani segir ekkert tilboð frá Basel hafa borist inn á hans borð.

„Við höfum ekkert tilboð fengið frá Basel og leikmaðurinn hefur tekið það skýrt fram að hann vilji spila í Serie-A og þess vegna vann félagið að samkomulaginu við Torino,“ segir Sebastiani.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert