Atvinnumennska kvennafótboltans

Íslenskar knattspyrnukonur streyma senn til Bandaríkjanna í nám.
Íslenskar knattspyrnukonur streyma senn til Bandaríkjanna í nám. mbl.is/Algarvephotopress

Þegar Selfoss mætti Stjörnunni í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu fyrir rúmu ári þurfti Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, að tefla fram talsvert veikara liði en því sem sigraði Fylki í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum.

Ástæðan var sú að Thelma Björk Einarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir voru snúnar aftur til Bandaríkjanna í byrjun ágúst, þar sem þær voru í háskólanámi. Þetta var mikil blóðtaka fyrir Selfoss sem tapaði 4:0 fyrir Stjörnunni í fyrsta bikarúrslitaleik liðsins.

Selfyssingar voru í viðræðum við skóla Dagnýjar og Thelmu Bjarkar ytra um að hleypa þeim í úrslitaleikinn en þær báru engan árangur því samkvæmt reglum háskólaboltans í Bandaríkjunum gætu leikmenn misst þátttökuréttinn ef þeir taka þátt í öðru verkefni meðan á deildinni stendur.

Þó að Selfossi hafi ekki tekist að fá háskólana til að leyfa Thelmu og Dagnýju að leika til úrslita í fyrra er það ekki ómögulegt. „Það fer bara eftir reglum háskólans. Til eru dæmi um að leikmaður hafi flogið beint í úrslitaleik frá Bandaríkjunum eins og María Rós fyrir Breiðablik árið 2013. Það er alveg hægt en það er bæði kostnaðarsamt og erfitt fyrir leikmanninn sjálfan, það var ekki í stöðunni fyrir okkur í fyrra því skólarnir leyfðu það ekki,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson við Morgunblaðið í gær.

Sjá fréttaskýringu um hversu margar íslenskar fótboltakonur fara til náms í Bandaríkjunum í ágúst í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert