Haukur hafði betur gegn Arnóri

Haukur Heiðar og félagar hans í AIK báru sigurorð af …
Haukur Heiðar og félagar hans í AIK báru sigurorð af Arnóri Ingva og félögum hans í Norrköping. mbl.is / Eggert Jóhannesson

Norrköping og AIK mættust í toppslag 18. umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. AIK var i sjöunda sæti deildarinnar með 30 stig fyrir leik liðanna á meðan Norrköping var með 35 stig í þriðja sæti.

AIK þurfti því nauðsynlega á sigri að halda til þess að missa ekki af lestinni í toppbaráttunni. Það varð raunin, en lokatölur í leiknum urðu 2:1 fyrir AIK. 

Haukur Heiðar Hauksson lék allan tímann í hægri bakverðinum hjá AIK og Arnór Ingvi Traustason sömuleiðis á kantinum hjá Norrköping. 

Norrköping hefði getað skotist á topp deildarinnar með sigri í dag, en liðið er í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig, stigi á eftir Djurgarden sem er í efsta sæti. AIK kom sér af fullum krafti inn í toppbaráttuna, en með sigrinum í dag er liðið komið í fjórða sæti með 33 stig og er í seilingafjarlægð frá toppsæti deildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert