Aron sagður vilja 333 milljónir í árslaun

Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson. AFP

Íslenski knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson er samkvæmt frétt Yahoo Sports áhugsamur um að ganga í raðir liðs í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu.

Samkvæmt heimildamanni fréttarinnar á Aron, sem er landsliðsmaður Bandaríkjanna, að vera meira en til í það að yfirgefa AZ Alkmaar í Hollandi og fara til Bandaríkjanna.

Aron hefur áður sagt að hann vilji spila í MLS-deildinni á hátindi ferils síns en samkvæmt fréttinni á hann að vilja að fá 2 til 2,5 milljónir dollara í árslaun (266-333 milljónir króna) og það gæti verið liðum í Bandaríkjunum til trafala.

Á síðustu leiktíð hafa leikmenn í bandaríska landsliðinu á borð við Jozy Altidore, Michael Bradley og Clint Dempsey allir gengið í raðir félaga í MLS-deildinni og fengið gríðarhá laun.

Frá árinu 2013 hefur Aron skoraði 29 mörk fyrir AZ Alkmaar í 60 leikjum og fjögur mörk í 17 leikjum fyrir bandaríska landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert