Bayern hafnaði tilboði í Muller

Thomas Muller hefur verið á eldi með Bayern Munchern í …
Thomas Muller hefur verið á eldi með Bayern Munchern í upphafi tímabilsins. AFP

Samkvæmt frétt í dagblaðinu Daily Mail hafnaði Bayern München 60 milljón punda kauptilboði Manchester United í framherjann Thomas Müller í sumar. Karl-Heinz Rummenigge staðfesti þetta í samtali við dagblaðið.  

Louis van Gaal þekkir vel til Müller, en Louis van Gaal var við stjórnvölin hjá Bayern München þegar Müller var að brjóta sér leið inn í aðalliðið hjá þýska félaginu. 

Forráðamenn Bayern München sjá líklega ekki eftir því að hafa hafnað tilboðinu í stjörnuframherja sinn, en Müller hefur farið feykilega vel af stað á þessu keppnistímabili. Müller hefur skorað fimm mörk í fyrstu þremur leikjum Bayern München á tímabilinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert