Fengi ekki að spila þó pabbi væri að þjálfa

Samir Nasri.
Samir Nasri. AFP

Samir Nasri, miðvallarleikmaður Manchester City, er farinn að efast um að hann eigi afturkvæmt í franska landsliðið en hann hefur ekki verið í náðinni hjá Didier Deschamps upp á síðkastið.

„Meira að segja þó pabbi myndi taka við sem landsliðsþjálfari þá fengi ég ekki spila. Ég hef kvalist í kringum liðið,“ lét Nasri hafa eftir sér, en hann á að baki 41 landsleik fyrir þjóð sína. Hann var ekki valinn til að fara með landsliðinu á heimsmeistaramótið á síðasta ári.

Nasri kom til Manchester City frá Arsenal fyrir fjórum árum, en hann segist opinn fyrir því að reyna fyrir sér í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í stað þess að snúa aftur í deildina heima fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert