Forsætisráðherra segist ekki boða ógæfu

David Cameron
David Cameron

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, neitar því að nærvera hans á kappleikjum þegar England er í eldlínunni í hinum ýmsu íþróttagreinum hafi neikvæð áhrif á liðið.

Rugby-landsliðið, krikketlandsliðið og enska landsliðið í knattspyrnu hafa á tíma Camerons öll valdið vonbrigðum á alþjóðavísu og var hann spurður í útvarpsviðtali hvort það væru einhver Cameron-álög á enskum íþróttalandsliðum.

„Svona vitleysa pirrar mig mikið. Ég var forsætisráðherra þegar við náðum metfjölda verðlauna á síðustu Ólympíuleikum. Ég mun alltaf styðja England og auðvitað vinnum við ekki alltaf, voðalega kemur það mörgum á óvart. Ég ætti ekki að láta svona tal trufla mig en ég hef orðið vitni að mörgum sögulegum augnablikum,“ sagði Cameron í viðtalinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert