Gerrard: Traustsyfirlýsing yfirleitt dauðadómur

Benítez situr í heitu sæti.
Benítez situr í heitu sæti. AFP

Fyrrverandi fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard, telur að framtíð Rafael Benítez sem knattspyrnustjóra Real Madrid verði erfið. Real tapaði 4:0 fyrir erkifjendunum í Barcelona um síðustu helgi og Florentino Perez, forseti Real, lýsti yfir fullu trausti á Benítez eftir leikinn.

Hvort sem hann verður rekinn eður ei telur Gerrard að samband Benítez við stórstjörnur liðsins sé slæmt. Gerrard lék sem kunnugt er lengi undir stjórn Benítez en saman unnu þeir Meistaradeild Evrópu með Liverpool árið 2005.

„Hann hefur fengið traustsyfirlýsingu. Þær eru yfirleitt dauðadómur knattspyrnustjóra Real Madrid en við bíðum og sjáum hvað gerist,“ sagði Gerrard.

„Að mínu mati er Benítez góður knattspyrnustjóri. Ég velti samt fyrir mér hvernig samband hans við stjórstjörnur liðsins er um þessar mundir í búningsklefanum. Að utan lítur þetta ekki vel út,“ bætti Gerrard við.

Hann sagði einnig að lið sem Benítez stjórni snúist um liðið sem heild. „Hjá Rafa (Benítez) snýst þetta allt um liðið, ekki einstaklinga. Hann verður samt að stjórna einstaklingum á mismunandi hátt, sérstaklega í Madrid þar sem þetta snýst allt um Ronaldo og hina stóru leikmennina. Benítez verður að aðlaga stíl sinn að þeim, ekki öfugt,“ sagði Gerrard.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert