„Vorum hræddir“

Lous van Gaal var niðurlútur í kvöld.
Lous van Gaal var niðurlútur í kvöld. AFP

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, var ekki ánægður með markalausa jafnteflið gegn PSV í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Úrslitin þýða að United þarf líklega að sigra Wolfsburg í Þýskalandi til að komast áfram, nema PSV tapi á heimavelli gegn CSKA Moskva.

„Við hefðum átt að skora mörk, bæði í fyrri hálfleik og í þeim síðari. Undir lokin vorum við hræddir við að spila boltanum en við gáfum samt sem áður fá færi á okkur,“ sagði van Gaal eftir leikinn í kvöld.

Hollendingurinn veit að lokaleikur liðsins í riðlakeppninni, í Þýskalandi, verður erfiður. „Næsti leikur verður strembinn. Wolfsburg eru besta liðið í riðlinum en það er allt mögulegt. Við unnum þá heima og þurfum að gera það aftur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert