Óbein aukaspyrna á Liverpool (myndskeið)

Mignolet virtist ekki vilja sleppa boltanum.
Mignolet virtist ekki vilja sleppa boltanum. AFP

Sjaldséður atburður átti sér stað á Anfield í kvöld þegar Liverpool tók á móti Bordeaux í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Simon Mignolet, markvörður Liverpool, fékk dæmda á sig óbeina aukaspyrnu fyrir að halda allt of lengi á boltanum.

Markverðir mega halda á boltanum í sex sekúndur eftir að þeir hafa náð valdi á knettinum. Mignolet gerði gott betur en það í kvöld en hann hélt á boltanum í 22 sekúndur! Til að bæta gráu ofan á svart þá skoraði Bordeaux úr óbeinu aukaspyrnunni sem dæmd var.

Til allrar hamingju, fyrir Mignolet, svaraði Liverpool með því að skora tvö mörk og vann að lokum 2:1. Liverpool eru komnir áfram í 32-liða úrslit með þessum sigri.

Atvikið þar sem Mignolet heldur allt of lengi á knettinum má sjá hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert