Ísland spilar á tómum velli í september

Hér er allt að sjóða upp úr í leik Úkraínu …
Hér er allt að sjóða upp úr í leik Úkraínu gegn Frakklandi. AFP

Ísland mætir Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018 á útivelli í september á næsta ári.

Úkraínumenn þurfa að leika þann leik fyrir luktum dyrum, en FIFA ákvað þetta í kjölfar þess að stuðningsmenn Úkraínu viðhöfðu kynþáttafordóma í leik liðsins gegn San Marinó í undankeppni HM 2014. 

Stuðningsmenn Úkraínu voru einnig með kynþáttafordóma í leik liðsins gegn Spánverjum í undankeppni EM nýverið.

UEFA hefur nú ákveðið að Úkraínumenn þurfi líka að leika einn leik fyrir luktum dyrum í undankeppni EM 2020.

Úkraínumenn voru einnig sektaðir um 68 þúsund pund af UEFA vegna kynþáttafordómanna og fyrir önnur brot eins og þegar áhorfendur beindu laser í átt að leikmönnum Spánverja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert