Guardiola elskar að búa í München

Guardiola elskar München.
Guardiola elskar München. AFP

Talið er líklegt að spænski knattspyrnustjórinn Pep Guardiola muni skrifa undir nýjan samning við þýska stórliðið Bayern München. Þar með bindi hann enda á vangaveltur þess efnis að hann sé á leið til Englands til að taka við stjórnartaumunum hjá Manchester City.

Samningur Spánverjans við Bayern rennur út eftir tímabilið, sem er hans þriðja í Þýskalandi. Hann hefur nú þegar unnið þýsku 1. deildina tvisvar og stefnir ótrauður á að vinna hana í þriðja skiptið. 

Helsta ástæðan fyrir því að Guardiola vill framlengja samning sinn ku vera sú að hann og fjölskyldan kunna svo vel við sig í München. „Borgin er klikkuð. Ég elska það. Ég og fjölskyldan erum mjög ánægð hérna,“ sagði Guardiola á dögunum.

Aðspurður sagði hann það vera ástæðu til að hvetja sig til að dvelja lengur í Þýskalandi. „Það væri auðvitað stór ástæða. Við ræðum málin betur um miðjan desember og komumst að farsælli niðurstöðu fyrir mig og félagið,“ sagði Guardiola að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert