Mikil spenna á Spáni

Luis Suarez fagnar marki sínu í kvöld.
Luis Suarez fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Engin breyting varð á stöðu efstu liða í spænsku knattspyrnunni í dag og í kvöld en mikil spenna er framundan á lokaspretti deildakeppninnar. Barcelona vann í kvöld Real Betis 2:0 á útivelli. 

Barcelona og Atletico eru bæði með 85 stig eftir 36 leiki og Real Madrid er aðeins stigi á eftir. Madridarliðin unnu sína leiki í dag og ríkjandi meistarar í Barcelona fylgdu þeim eftir í kvöld. 

Betis missti Heiko Westermann af velli á 35. mínútu en hann fékk þá rautt spjald og í síðari hálfleik gegn Barcelona á lagið. Ivan Rakitic skoraði fyrra markið á 50. mínútu og Luis Suarez hið síðara á 81. mínútu. 

Madrídarliðin unnu bæði 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert