Viðar Örn með fyrstu þrennuna

Viðar Örn Kjartansson á landsliðsæfingu.
Viðar Örn Kjartansson á landsliðsæfingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðar Örn Kjartansson var fyrsti maður í lið vikunnar að þessu sinni, en Morgunblaðið birtir það nú í fimmtánda skipti eftir að hafa metið frammistöðu íslenskra knattspyrnumanna frá þriðjudegi til mánudags.

Viðar gerði sér lítið fyrir og skoraði öll þrjú mörk Malmö í 3:0 sigri á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni og náði að brjóta ísinn eftir að honum tókst ekki að skora í fyrstu fimm leikjum liðsins á tímabilinu. Þetta er fyrsta þrenna Íslendings í deildarleik erlendis á árinu.

Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Guðni Fjóluson áttu líka mjög góða leiki í sænsku úrvalsdeildinni. 

Lið vikunnar er birt í Morgunblaðinu á hverjum miðvikudegi og er í 15. skipti í blaðinu sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert