Hörður áfram í B-deild

Hörður Björgvin Magnússon í leik með íslenska U-21 árs landsliðinu.
Hörður Björgvin Magnússon í leik með íslenska U-21 árs landsliðinu. Golli / Kjartan Þorbergsson

Hörður Björgvin Magnússon og félagar hans hjá Cesena sitja eftir með sárt ennið í B-deild ítölsku knattspyrnunnar, en það var ljóst eftir 2:1 tap liðsins gegn Spezia í umspili um laust sæti í efstu deild að ári í kvöld.

Hörður Björgvin sem lék gegn sínum gömlu félögum í þessum leik lék allan leikinn fyrir Cesena.

Hörður hefur ekki langan tíma til þess að svekkja sig á þessum úrslitum, en hann mun hitta íslenska landsliðshópinn um næstu helgi í Noregi og hefja undirbúning sinn með liðinu fyrir lokakeppni EM. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert