Risatilboði hafnað í Alaba

David Alaba í leik á móti Juventus.
David Alaba í leik á móti Juventus. AFP

Þýska meistaraliðið Bayern München er sagt hafa hafnað tilboði í austurríska miðvörðinn David Alaba sem Íslendingar etja kappi við á Evrópumótinu í Frakklandi í næsta mánuði.

Spænska blaðið AS greinir frá því að Evrópumeistarar Real Madrid hafi boðið 50 milljónir evra í leikmanninn en sú upphæð jafngildir tæpum 7 milljörðum íslenkra kóna. Bæjarar eru fullvissir um að Alaba vilji halda kyrru fyrir hjá félaginu og segja hann ekki falann fyrir minna en 80 milljónir evra eða rúmlega 11 milljarða króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert