Lilleström ræður sálfræðing

Rúnar Kristinsson, þjálfari Lilleström, ræðir við Håkon Skogseid, leikmann liðsins.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Lilleström, ræðir við Håkon Skogseid, leikmann liðsins. Johansen, Carina

Stjórn norska knattspyrnufélagsins Lilleström sem leikur undir stjórn Rúnars Kristinssonar ákvað í gærkvöldi að halda tryggð sinni við Rúnar, en staða hans var til umræðu vegna dræmrar stigasöfnunar í síðustu 11 leikjum liðsins. Ákveðið var á stjórnfarfundinum að ráða sálfræðing til þess að freista þess að auka sjálfstraustið hjá leikmönnum liðsins. 

Fram kemur í staðarblaðinu Romerikes Blad í dag að sálfræðingurinn Erik Solér hafi verið ráðinn í starfið. Samkvæmt frétt blaðsins á Solér, sem er fyrrum leikmaður Lilleström, bæði að vinna með leikmönnum liðsins sem og aðstoða við að leysa úr samstarfsvanda sem skapast hefur milli Rúnars Kristinsson og Torgeir Bjarmann, íþróttastjóra félagsins.

„Við höfum rætt þennan möguleika í nokkurn tíma og sú hugmynd hefur komið upp áður að fá sálfræðing til þess að vinna með okkur. Það er gott að það hafi tekist að fá færan sálfræðing til starfa og þetta er eitthvað sem ég vildi gera í upphafi leiktíðarinnar og hefur verið á stefnuskránni alla leiktíðina,“ sagði Rúnar í samtali við rb.no.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert