Ronaldo knattspyrnumaður Evrópu

Cristiano Ronaldo, besti knattspyrnumaður Evrópu leiktímabilið 2015 - 2016, með …
Cristiano Ronaldo, besti knattspyrnumaður Evrópu leiktímabilið 2015 - 2016, með verðlaunagripinn á sviðinu í Mónakó í dag. AFP

Cristiano Ronaldo frá Portúgal var í dag kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu 2015-2016 í kosningu UEFA og ESM, Samtaka evrópskra íþróttafjölmiðla, en niðurstaðan var gerð opinber í Mónakó rétt í þessu.

Í síðustu atkvæðagreiðslu kjörsins stóð valið á milli hans, Gareths Bale frá Wales og Antoine Griezmanns frá Frakklandi.

54 íþróttafréttamenn frá jafnmörgum Evrópulöndum greiddu atkvæði í kjörinu og fulltrúi Morgunblaðsins og mbl.is var í þeim hópi.

Ronaldo er 31 árs gamall sóknarmaður sem varð Evrópumeistari með Real Madrid í vor og síðan Evrópumeistari með portúgalska landsliðinu, sem fyrirliði, þegar það vann Frakka 1:0 í úrslitaleiknum í París 10. júlí.

Ronaldo gerði 16 mörk í 12 leikjum spænska liðsins í Meistaradeildinni og varð markakóngur hennar fjórða árið í röð. Hann er nú markahæsti leikmaðurinn í sögu keppninnar.

Í úrslitakeppni EM skoraði Ronaldo 3 mörk og lagði upp önnur þrjú fyrir portúgalska liðið sem varð Evrópumeistari í fyrsta skipti. Hann jafnaði markamet Michel Platini sem markahæsti leikmaður í lokakeppni EM frá upphafi, varð fyrstur til að skora í fjórum lokakeppnum EM, og setti nýtt met í leikjafjölda í lokakeppni EM.

Þá varð hann næstmarkahæsti leikmaður spænsku 1. deildarinnar með 35 mörk í 36 leikjum með Real Madrid sem hafnaði þar í öðru sæti, stigi á eftir meisturum Barcelona.

Fyrr í mánuðinum var upplýst hverjir hefðu endað í fjórða til tíunda sæti í kjörinu og það voru eftirtaldir:

4. Luis Suárez, Barcelona og Úrúgvæ
5. Lionel Messi, Barcelona og Argentína
6. Gianluigi Buffon, Juventus og Ítalía
7. Pepe, Real Madrid og Portúgal
8. Manuel Neuer, Bayern München og Þýskaland
9. Toni Kroos, Real Madrid og Þýskaland
10. Thomas Müller, Bayern München og Þýskaland

Cristiano Ronaldo með verðlaunagripinn í Mónakó í dag.
Cristiano Ronaldo með verðlaunagripinn í Mónakó í dag. UEFA/Getty Images
Cristiano Ronaldo í leiknum gegn Íslandi á EM í Frakklandi …
Cristiano Ronaldo í leiknum gegn Íslandi á EM í Frakklandi í sumar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Antoine Griezmann í glímu við Aron Einar Gunnarsson í átta …
Antoine Griezmann í glímu við Aron Einar Gunnarsson í átta liða úrslitum EM í Frakklandi í sumar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Gareth Bale, leikmaður Wales og Real Madrid.
Gareth Bale, leikmaður Wales og Real Madrid. AFP
Cristiano Ronaldo mætir til leiks í Mónakó í dag.
Cristiano Ronaldo mætir til leiks í Mónakó í dag. UEFA/Getty Images
Þremenningarnir sem urðu efstir í kjörinu, á sviðinu í Grimaldi …
Þremenningarnir sem urðu efstir í kjörinu, á sviðinu í Grimaldi Forum í Mónakó í dag; Gareth Bale, Cristiano Ronaldo og Antoine Griezmann. UEFA/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert