Ég var pínu góður með mig

Björn Daníel Sverrisson.
Björn Daníel Sverrisson.

Knattspyrnumaðurinn Björn Daníel Sverrisson hefur gert þriggja ára samning um að leika með danska úrvalsdeildarliðinu AGF. Björn Daníel kemur til AGF frá norska liðinu Viking frá Stavanger, þar sem hann hefur leikið frá 2014.

„Ég vissi að AGF var búið að reyna að fá mig og við vorum eiginlega búnir að ná samkomulagi um að ég myndi skrifa undir þegar búið væri að loka félagsskiptaglugganum. Ég held að þeir hafi boðið eins og þeir gerðu síðast en þá neitaði Viking boðinu. Nú er hins vegar allt í uppnámi í fjármálunum hjá Viking, þannig að þeir gátu ekki neitað þegar annað boð barst.

Vegna ástandsins hefur ekki verið hægt að fá inn nýja leikmenn og svo misstum við líka tvo sterka pósta frá síðasta tímabili. Ég var að vonast til að komast frá Noregi og helst eitthvað utan Norðurlandanna en hins vegar ef eitthvað væri í boði þar, þá var ég spenntastur fyrir Danmörku. Það er leikinn fótbolti í Danmörku sem hentar mér betur en fótboltinn í Noregi.

Ég hitti yfirmann knattspyrnumála hjá AGF og hann útlistaði fyrir mér hvert klúbburinn er að stefna á næstu árum. Það sem er ólíkt með þessum liðum er að hjá Viking var endalaust verið að tala um Evrópusæti, jafnvel þó að leikmannahópurinn væri ekki alveg sá sterkasti. AGF-menn eru raunhæfari í sínum markmiðum, hafa góðan þjálfara og vita alveg hvar þeir standa.“

Nánar er rætt við Björn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert