Á leið til Galatasaray

Kolbeinn virðist vera á leið til Tyrklands.
Kolbeinn virðist vera á leið til Tyrklands. AFP

Flest bendir til þess að landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson gangi til liðs við tyrkneska stórliðið Galatasaray, en tyrkneskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöld að Galatasaray væri í viðræðum við franska félagið Nantes um að fá Kolbein að láni út leiktíðina með möguleika á að semja við hann til frambúðar.

Samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins gengst Kolbeinn undir læknisskoðun hjá Galatasaray í Istanbul í dag, en tyrkneska félagið hefur lengi haft augastað á Kolbeini, sem átti svo sannarlega góðu gengi að fagna með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar.

Fá mörk í Frakklandi

Kolbeinn er á sínu öðru tímabili með Nantes en hann hefur engan veginn náð sér á strik með liðinu og skoraði aðeins 3 mörk í 26 leikjum með liðinu á síðustu leiktíð.

Nánar er fjallað um Kolbein og Galatasaray í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert