Balotelli enn á skotskónum fyrir Nice

Mario Balotelli.
Mario Balotelli. AFP

Fjórtán leikjum af 24 er nú lokið í Evrópudeildinni í knattspyrnu karla en um er að ræða aðra umferð riðlakeppninnar en leikið er í 12 riðlum.

Rússneska liðið Krasnodar, sem Ragnar Sigurðsson lék áður með, vann Mario Balotelli og félaga í Nice, 5:2. Balotelli skoraði eitt marka Nice er hann minnkaði muninn í 2:1 á 43. mínútu en markið var hans fjórða fyrir félagið hvers raðir hann gekk í fyrir tímabilið frá Liverpool. Nice hefur tapað báðum leikjum sínum í riðlinum, sá fyrri var 1:0 tap gegn Schalke sem vann Salzuburg 1:0.

Enska félagið Southampton gerði markalaust jafntefli við Hapoel Beer Sheva frá Ísrael þar í landi en bæði lið hafa fjögur stig í 1. og 2. sæti riðilsins. Í sama riðli vann Sparta Prag ítalska liðið Inter, 3:1, þar sem Vaclav Kadlec skoraði tvö mörk og Mario Holek eitt, en mark Inter skoraði Rodrigo Palacio. Sparta hefur 3 stig en Inter ekkert á botni K-riðils.

Úrslit dagsins þegar 10 leikir eru eftir í kvöld:

0:0 FC Astana - Young Boys

2:3 Qabala - Mainz 05

1:0 Ajax - Standard Liege

2:0 Celta Vigo - Panathinaikos

2:0 Gent - Konyaspor

2:0 Shakhtar Donetsk - Braga

5:2 Krasnodar - Nice

3:1 Schalke 04 - Salzburg

5:1 Fiorentina - Qarabag 

1:2 Slovan LIberec PAOK Thessaloniki

0:0 Hapoel Beer Shava - Southampton

3:1 Sparta Prag - Inter

2:1 Zürich - Osmanlispor

1:1 Steaua Búkarest - Villareal

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert