Finnarnir sem mæta á Laugardalsvöll

Teemu Pukki, framherji finnska liðsins, með boltann í 1:1-jafntefli Finna …
Teemu Pukki, framherji finnska liðsins, með boltann í 1:1-jafntefli Finna við Kósóvó í fyrstu umferð undankeppni HM. AFP

Svíinn Hans Backe, þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur þegar valið leikmannahóp sinn sem mætir Íslandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli eftir viku.

Backe tilkynnti 22 manna hóp um helgina en síðan þá hefur Jere Uronen, bakvörður Genk í Belgíu og byrjunarliðsmaður hjá Finnum, orðið að draga sig úr hópnum. Í hans stað kom Albin Granlund sem leikur með Mariehamn í Finnlandi. Þá valdi Backe einnig varnarmanninn Sakari Mattila, leikmann SönderjyskE í Danmörku, til að fylla 23 manna hópinn.

Roman Eremenko, miðjumaður CSKA Moskvu, er reynslumesti leikmaður finnska liðsins með 73 A-landsleiki. Teemu Pukki og Joel Pohjanpalo eru helstu sóknarmenn liðsins, en Pukki var í liði Bröndby sem rúllaði yfir Val í forkeppni Evrópudeildarinnar í sumar og skoraði hann þrjú mörk í leikjunum tveimur. Miðvörðurinn Niklas Moisander, samherji Arons Jóhannssonar hjá Werder Bremen, er fyrirliði finnska liðsins.

Finnar gerðu 1:1-jafntefli við Kósóvó á heimavelli í fyrsta leik sínum í undankeppni HM, en Ísland gerði 1:1-jafntefli við Úkraínu á útivelli.

Leikmannahópur íslenska liðsins verður tilkynntur rétt eftir hádegi á morgun.

Markverðir: 
Lukas Hradecky (Eintracht Frankfurt) 
Niki Mäenpää (Brighton & Hove Albion) 
Jesse Joronen (Fulham) 

Varnarmenn: 
Sauli Väisänen (AIK) 
Paulus Arajuuri (Lech Poznan) 
Niklas Moisander (Werder Bremen) 
Juhani Ojala (SJK) 
Kari Arkivuo (Häcken) 
Kari Arkivuo (Häcken) 
Janne Saksela (RoPS) 
Markus Halsti ( Midtjylland)
Albin Granlund (Mariehamn)
Sakari Mattila (SönderjyskE) 

Miðjumenn: 
Roman Eremenko (CSKA Moskva) 
Alexander Ring (Kaiserslautern) 
Rasmus Schüller (Häcken) 
Perparim Hetemaj (Chievo Verona) 
Robin Lod (Panathinaikos) 
Jukka Raitala (Sogndal) 
Thomas Lam (Nottingham Forest) 
Kasper Hämäläinen (Legia Varsjá) 

Sóknarmenn: 
Joel Pohjanpalo (Leverkusen) 
Teemu Pukki (Brøndby) 
Eero Markkanen (AIK)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert