Fyrrum þjálfari Gylfa orðaður við Englendinga

Gylfi Þór með Ralf Rangnick sér á vinstri hönd.
Gylfi Þór með Ralf Rangnick sér á vinstri hönd. /www.achtzehn99.de/hoffenheim

Þjóðverjinn Ralf Rangnick er einn þeirra sem kemur til greina að taka við þjálfun enska landsliðsins í knattspyrnu í stað hins brottrekna Sam Allardyce.

Enska blaðið Telegraph greinir frá því að forkólfar enska knattspyrnusambandsins séu tilbúnir að ræða við Ragnick en hann var einn af þeim þjálfurum sem rætt var við í sumar eftir að Roy Hodgson hætti með liðið sem hann gerði eftir tapleikinn gegn Íslendingum á EM í sumar.

Rangnick starfar hjá þýska liðinu Leipzig í dag þar sem hann er yfirmaður knattspyrnumála en hann stýrði liðinu upp í Bundesliguna í fyrra. Hann var áður þjálfari Schalke og kom því alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar árið 2011 og hann hefur líka þjálfað Hoffenheim en Gylfi Þór Sigurðsson lék undir hans stjórn tímabilið 2010-11.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert