„Við viljum ekki vera í Evrópudeildinni“

José Mourinho var alvarlegur fyrir leikinn í kvöld.
José Mourinho var alvarlegur fyrir leikinn í kvöld. AFP

José Mourinho knattspyrnustjóri Manchester United var hreinskilinn í viðtali í kvöld eftir 1:0 sigurinn á Zorya frá Úkraínu í Evrópudeildinni í kvöld. 

Mourinho var ánægður með stigin þrjú, sagði frammistöðuna sleppa en það væri erfitt að koma mönnum í gírinn í Evrópudeildinni.

„Við viljum ekki vera í Evrópudeildinni,“ sagði Mourinho.

„Það er erfitt að „mótivera“ leikmenn upp að sama marki og mótherjann því mótherjanum finnst frábært að spila í Evrópudeildinni og finnst frábært að spila gegn Man. United. Hvatningin er þeirra megin,“ sagði Mourinho.

Spurður hvort mótherjinn hefði komið Mourinho á óvart þar sem Mourinho átti í orðaskaki við aðstoðarmann sinn.

„Þetta voru smá mistök. Paul (Pogba) var ekki alveg með skipulagið á hreinu í föstu leikatriðunum vegna þess að þeir breyttu þessu í leiknum. Mitt fólk gerði smá mistök, en ég geri miklar kröfur til þeirra og þetta raskaði ró minni. Þetta er besta aðstoðarfólk í heimi,“ sagði Mourinho að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert