Ingvar í úrvalsdeildina

Ingvar Jónsson
Ingvar Jónsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ingvar Jónsson og félagar hans í liði Sandefjord tryggðu sér í dag sæti í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næsta ári þó ein umferð sé eftir af norsku B-deildinni.

Ingvar stóð í marki Sandefjord sem lagði Bryne, 1:0. Fyrir síðustu umferðina er Sandefjord á toppnum með 59 stig líkt og Kristiansund, sem einnig er öruggt með sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Steinþór Freyr Þorsteinsson og félagar í Sandnes Ulf tryggðu sér sæti í umspili um þriðja lausa sætið í norsku úrvalsdeildinni, en liðin sem enda í þriðja til sjötta sætis spila innbyrðis sín á milli um sæti í úrvalsdeildinni.

Sandnes Ulf er í fimmta sætinu með 48 stig fyrir síðustu umferðina og getur ekki fallið neðar en í það sjötta í lokaumferðinni. Steinþór var í byrjunarliði Sandnes Ulf í dag en var tekinn af velli á 61. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert