Carlos Alberto látinn

Carlos Alberto með sigurlaunin eftir úrslitaleik HM árið 1970.
Carlos Alberto með sigurlaunin eftir úrslitaleik HM árið 1970. Skjáskot/twitter

Carlos Alberto, fyrrverandi fyrirliði brasilíska landsliðsins í knattspyrnu, er látinn. Hinn 72 ára gamli Brasilíumaður fékk hjartaáfall í morgun og lést.

Alberto var fyrirliði Brasilíu þegar liðið varð heimsmeistari árið 1970. Hann skoraði eitt markanna í úrslitaleiknum þegar Brasilía sigraði Ítalíu, 4:1.

Alberto lék sem hægri bakvörður, en hann lék 53 landsleiki. Auk þess lék hann bæði með Santos og Fluminense í heimalandinu og varð landsmeistari með báðum liðum. Síðar á ferlinum lék hann, ásamt Pele, með New York Cosmos í Bandaríkjunum.

„Santos syrgir Carlos Alberto Torres, sem varð 72 ára. Hann lék 445 leiki og skoraði 40 mörk á árunum 1965 til 1975 og er talinn einn besti hægri bakvörður í sögu deildarinnar. Félagið lýsir yfir þriggja daga sorg,“ sagði í yfirlýsingu frá Santos í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert