„Lenti vitlaust niður á fætinum“

Birkir Már Sævarsson fagnar sigri á EM í sumar.
Birkir Már Sævarsson fagnar sigri á EM í sumar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson, leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Hammarby, staldraði stutt við inni á vellinum í gærkvöld þegar Hammarby tapaði fyrir Östersund, 2:0, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Birkir Már fór meiddur af velli eftir 15 mínútna leik. „Ég lenti vitlaust niður á fætinum eftir skallaeinvígi og missteig mig. Ég er eitthvað tognaður en veit ekki alveg hversu alvarlegt þetta er,“ sagði Birkir Már við mbl.is

Spurður hvort leikurinn við Króata í undankeppni HM sem fram fer í Zagreb 12. nóvember sé í hættu sagði Birkir;

„Ég myndi ekki halda það. En það kemur betur í ljós á næstu dögum.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert