Kári og Viðar fá dágóðan sigurbónus

Kári Árnason.
Kári Árnason. Ljósmynd/malmöff

Malmö tryggði sér í fyrradag sænska meistaratitilinn í knattspyrnu. Sænskir fjölmiðlar birta í dag lista yfir hversu mikið leikmenn liðsins fá í bónusa fyrir sigurinn, en þar eru tveir Íslendingar á lista.

Farið er eftir því hversu marga leiki menn spiluðu. Kári hefur byrjað 23 leiki og fær þriðju hæstu upphæð allra, eða 184 þúsund sænskar krónur. Það nemur um 2,3 milljónum íslenskra króna.

Viðar Örn Kjartansson spilaði 20 leiki áður en hann var seldur frá félaginu, en hann fær 154 þúsund sænskar krónur. Það nemur rétt tæpum 2 milljónum íslenskra króna.

Lægst upphæð er 3 þúsund sænskar krónur, um 37 þúsund íslenskar krónur, fyrir að sitja á bekknum í einum leik.

Viðar Örn Kjartansson í búningi Malmö.
Viðar Örn Kjartansson í búningi Malmö. Ljósmynd/Malmö
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert