Eiður Smári býður fram krafta sína

Eiður Smári Guðjohnsen, umkringdur aðdáendum.
Eiður Smári Guðjohnsen, umkringdur aðdáendum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sóknarmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur boðið brasilíska liðinu Chapecoense krafta sína en 19 leikmenn liðsins létust í flugslysi í síðustu viku.

22 leikmanna liðsins voru í flugvélinni sem fórst skammt frá borg­inni Medellín í Kól­umb­íu aðfaranótt þriðju­dags. Þrír leikmanna liðsins lifðu slysið af, varamarkvörðurinn Jakson Ragnar Fullmann, 24 ára, varnarmaðurinn Helio Neto sem er 31 árs, og miðjumaður­inn Alan Ruschel, 27 ára, en all­ir hinir létu lífið.

Eiður Smári, sem er 38 ára gamall, er án félags eins og sakir standa og tilkynnti á Twitter í kvöld að hann væri til í að leika með Chapecoense í virðingarskyni fyrir þá sem létu lífið í flugslysinu. 

Ekki myndi það skemma fyrir ef Eiður Smári gæti leikið aftur með góðvini sínum Ronaldinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert