Áfrýjun Blatters vísað frá

Sepp Blatter.
Sepp Blatter. AFP

Alþjóðaíþróttadómstóllinn, CAS, hefur vísað frá áfrýjun Sepps Blatters, fyrrverandi forseta FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, en hann áfrýjaði sex ára banni frá afskiptum af fótbolta sem hann fékk fyrir tæplega ári.

AP hefur þetta eftir Blatter, sem er áttræður Svisslendingur og var forseti FIFA frá 1998 til 2015. Hann var endurkjörinn árið 2015 en hætti störfum fljótlega eftir það og var úrskurðaður í átta ára bann af FIFA í desember 2015. Áfrýjunardómstóll stytti það bann í sex ár í febrúar.

Bannið fékk Blatter vegna ólögmætrar greiðslu til Michels Platini, sem þá var forseti UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, árið 2011, en þeir gáfu þá skýringu að hún hefði verið vegna starfa Platini fyrir FIFA í kringum aldamótin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert