Tilboð Eiðs vekur mikla athygli

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði á Twitter í gær að hann væri reiðubúinn að spila fyrir brasilíska knattspyrnufélagið Chapecoense ef það hefði áhuga á því.

Frétt mbl.is: Eiður Smári býður fram krafta sína

Nítján leikmanna Chapecoense létust í flugslysi í Kólumbíu í síðustu viku og í kjölfarið bárust fregnir af því að gamlar knattspyrnustjörnur eins og Ronaldinho vildu bjóða fram krafta sína fyrir félagið. Eiður setti svo sín skilaboð inn í gær og hafa fjölmiðlar um allan heim fjallað um tilboð hans, eins og sjá má hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert