Arsenal tók toppsætið – Óvænt úrslit í París

Lucas Perez er kominn með þrennu.
Lucas Perez er kominn með þrennu. AFP

Átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld en Arsenal vann Basel 4:1 og tók toppsætið í A-riðli á meðan Paris Saint-Germain gerði óvænt 2:2 jafntefli við Ludogorets frá Búlgaríu.

A- til D-riðlum er lokið í Meistaradeildinni þetta árið. Arsenal vann Basel í Sviss 4:1 þar sem Lucas Perez gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu en hann er sjötti leikmaðurinn sem skorar þrennu í Meistaradeildinni fyrir enska félagið.

Birkir Bjarnason kom ekki við sögu í kvöld en úrslitin þýða það að Arsenal tekur toppsætið með 14 stig á meðan PSG er í öðru sæti með 12 stig eftir að hafa gert 2:2 jafntefli við Ludogorets í Frakklandi í kvöld. Ludogorets tekur svo Evrópudeildarsætið.

B-riðill er klár. Napoli vinnur riðilinn með 11 stig eftir að hafa unnið Benfica í hreinum úrslitaleik um efsta sætið. Jose Maria Callejon og Dries Mertens skoruðu fyrir Napoli en Raul Jimenez gerði markið fyrir Benfica. Besiktas tekur þriðja sætið þrátt fyrir 6:0 tap gegn Dynamo Kiev í kvöld. Besiktas missti einnig tvo leikmenn af velli fyrir brot.

Í C-riðli voru úrslitin þegar klár. Barcelona tók efsta sætið með 15 stig, liðið vann 4:0 sigur á Borussia Monchengladbach á heimavelli í kvöld þar sem Arda Turan gerði þrennu og lagði svo upp mark fyrir Lionel Messi. Manchester City gerði á meðan 1:1 jafntefli gegn Glasgow Celtic en Patrick Roberts, sem er á láni frá City hjá Celtic, gerði félögum sínum grikk með því að skora í byrjun leiks. Barcelona vinnur riðilinn og City fylgir þeim.

Í D-riðli var allt klappað og klárt nú þegar. Atlético Madrid var búið að vinna riðilinn en liðið tapaði fyrir Bayern München í kvöld 1:0. Robert Lewandowski gerði markið úr aukaspyrnu en Bayern tók annað sætið örugglega. Rostov fer í Evrópudeildina.

A-riðill:
Basel 1:4 Arsenal
PSG 2:2 Ludogorets

B-riðill:
Benfica 1:2 Napoli
Dynamo Kiev 6:0 Besiktas

C-riðill:
Barcelona 4:0 Gladbach
Man. City 1:1 Celtic

D-riðill:
Bayern München 1:0 Atlético
PSV 0:0 Rostov

Fylgst verður með gangi mála hér á mbl.is.

Leikjunum er lokið. 

90. MAAARK!! PSG 2:2 Ludogorets. ANGEL DI MARIA AÐ JAFNA!!! Eiga þeir möguleika á efsta sætinu??

88. MAAAARK!!! Benfica 1:2 Napoli. Raul Jimenez að minnka muninn fyrir Benfica. Spennandi lokamínútur fram undan?

79. MAAARK!!! Benfica 0:2 Napoli. Dries Mertens að ganga frá Benfica. Napoli er að taka toppsæti riðilsins.

78. MAAAARK!!! Basel 1:4 Arsenal. Seydou Doumbia kemur inn og skorar. Af hverju í ósköpunum byrjaði maðurinn ekki? Birkir kemur ekki inn, Basel er búið með allar skiptingarnar.

77. MAAARK!!! Dynamo Kiev 6:0 Besiktas. Junior Moraes að skora sjötta markið, þeir eru ekki hættir.

69. MAAARK!!! PSG 1:2 Ludogorets. Wanderson að koma gestunum yfir. Þetta er ótrúleg barátta!

67. MAAARK!!! Barcelona 4:0 Gladbach. ARDA TURAN MEÐ ÞRENNU!!! Börsungar að loka þessu gersamlega.

61. MAAARK!!! PSG 1:1 Ludogorets. EDINSON CAVANI, VÁ!!! Bakfallsspyrna, frábærlega gert hjá honum í teignum.

60. MAAARK!!! Dynamo Kiev 5:0 Besiktas. Serhiy Sydorchuk að skora fimmta markið. Hvar endar þetta?

60. MAAAARK!!! Benfica 0:1 Napoli. Jose Maria Callejon að koma gestunum í Napoli yfir og eins og staðan er núna þá er það Napoli og Benfica sem fara áfram. Besiktas var í góðum séns en liðið er tveimur mönnum færri og að tapa 4:0 þannig það er ekki að fara að gerast.

56. RAUTT SPJALD!! Dynamo Kiev 4:0 Besiktas. Vincent Aboubakar nennti þessu ekki lengur og lét reka sig af velli. Þeir eru tveimur mönnum færri núna.

54. MAAARK!!! Basel 0:4 Arsenal. Táningurinn Alex Iwobi að bæta við fjórða markinu og nú er þetta sennilega komið hjá Arsenal.

54. MAAARK!!! Barcelona 3:0 Gladbach. Börsungar að bæta við þriðja markinu og aftur er það Arda Turan sem skorar.

50. MAAARK!!! Barcelona 2:0 Gladbach. ARDA TURAN!! Börsungar komnir í tveggja marka forystu.

47. MAAARK!!! Basel 0:3 Arsenal. Lucas Perez að fullkomna þrennu sína. Þvílíkur leikur hjá honum.

Hálfleikur.

45. MAAAARK!!! Dynamo Kiev 4:0 Besiktas. Derliz Gonsalez að skora fjórða mark Kiev í dag. Þessi leikur er svo gott sem búinn.

33. MAAARK!!! Dynamo Kiev 3:0 Besiktas. Vitaly Buyalsky að bæta við þriðja markinu og fagnar með því að gera hið klassíska hjarta með puttunum. Alexandre Pato, fyrrum leikmaður Chelsea og AC Milan, var nú vanur að gera þetta á sínum tíma með hinum brasilíska Ronaldo.

31. MAAARK!!! Dynamo Kiev 2:0 Besiktas. Andryi Yarmolenko skorar úr vítaspyrnunni.

29. RAUTT SPJALD!!! Dynamo Kiev 1:0 Besiktas. Andreas Beck að fá að líta rauða spjaldið í liði Besiktas og heimamenn fá vítaspyrnu.

28. MAAAARK!!! Bayern 1:0 Atlético. Robert Lewandowski að skora úr aukaspyrnu. Bayern komið yfir í stórslag kvöldsins.

16. MAAAARK!!! Barcelona 1:0 Gladbach. Hver annar en Lionel Messi? Börsunga komnir yfir eftir laglega sókn.

16. MAAAARK!!! Basel 0:2 Arsenal. Lucas Perez bætir við öðru marki fyrir Arsenal. Þeir komnir í þægilega stöðu gegn Birki og félögum.

15. MAAAARK!!! PSG 0:1 Ludogorets. ÓTRÚLEGIR HLUTIR!! Gestirnir frá Búlgaríu að komast yfir með marki frá Virgil Misidjan. Ná þeir að halda þetta út?

9. MAAAARK!!! Dynamo Kiev 1:0 Besiktas. Artem Biesedien að koma úkraínska liðinu yfir.

8. MAAAARK!!! Basel 0:1 Arsenal. Spænski sóknarmaðurinn Lucas Perez kemur Arsenal yfir snemma leiks.

8. MAAAARK!!! Man. City 1:1 Celtic. Kelechi Iheanacho að jafna metin. Það kemur ekki á óvart. Þessi strákur er magnaður.

4. MAAAARK!!! Man. City 0:1 Celtic. JAHÁ!! Patrick Roberts að koma gestunum yfir eftir frábært einstaklingsframtak. Ekki nóg með það að hann skoraði þá er vert að minna á að hann er á láni frá City!!

1. Leikirnir eru farnir af stað.

0. Það styttist í þessa veislu. Vonandi fáum við nóg af mörkum fyrst það er lítið um spennu hvað stöðuna varðar.

0. Helstu byrjunarlið birtast hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert