Fullyrða að Mourinho hafi staðið við sitt

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

Knattspyrnustjóri Manchester United, Portúgalinn José Mourinho, borgaði meira en 26 milljónir evra í skatt á meðan hann bjó á Spáni á árunum 2010 - 2013. 

Kemur það fram í yfirlýsingu frá fyr­ir­tæki umboðsmanns knatt­spyrn­u­stjór­ans, Gestifu­te, í dag.

Mourinho og samlandi hans, Cristiano Ronaldo, hafa verið sakaðir um að vera flæktir í kerfi skattsvika og peningaþvættis samkvæmt skjölum frá þýska blaðinu Spiegel. 

Fram kem­ur að Ronaldo hefði getað falið 150 millj­ón­ir evra í skatta­skjól­um í Sviss og á Bresku-Jóm­frúareyj­un­um.

„Af þess­ari upp­hæð greiddi fram­herj­inn aðeins 5,6 millj­ón­ir evra í skatt, sem er rétt um fjög­ur pró­sent,“ sagði í um­fjöll­un Spieg­el.  

José Mour­in­ho, knatt­spyrn­u­stjóri Manchester United, er einnig tal­inn hafa falið 12 millj­ón­ir evra á sviss­nesk­um reikn­ingi sem var í eigu fyr­ir­tæk­is á Bresku-Jóm­frúareyj­un­um. 

Gestifute fullyrðir að Mourinho hafi borgað sína skatta „að meðaltali 41% af tekjum“ á meðan hann bjó á Spáni. Einnig tók fyrirtækið fram að spænsk yfirvöld hefðu vottað það að Mourinho hefði staðið skil á sínum sköttum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert