Meistarar neita að yfirgefa hótelið

Byrjunarlið Nígeríu í úrslitaleiknum.
Byrjunarlið Nígeríu í úrslitaleiknum. Ljósmynd/@NGfooty

Kvennalandslið Nígeríu í knattspyrnu sem varð Afríkumeistari um helgina hefur neitað að yfirgefa hótel sem það dvelur á í Abuja í Kamerún fyrr en knattspyrnusamband Nígeríu hefur gert upp allar greiðslur við leikmenn þess.

Umsamið var að hver leikmaður fengi andvirði tæplega 1.900 þúsund íslenskra króna ef liðið yrði Afríkumeistari en greiðslurnar hafa látið á sér standa.

„Við ætlum að vera hérna þar til við fáum allt saman greitt, því um leið og við erum farnar héðan eru engar líkur á að okkur verði borgað. Við erum orðnar þreyttar á lygum og sviknum loforðum sambandsins," sagði talsmaður leikmannanna við BBC en aðgerðirnar hófust í gær.

Nígería  varð Afríkumeistari kvenna í áttunda skipti með því að sigra Kamerún, 1:0, í úrslitaleiknum á laugardaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert