Nýr samningur við Suárez

Luis Suárez fagnar marki.
Luis Suárez fagnar marki. AFP

Forseti  Barcelona staðfesti í dag að gengið yrði frá nýjum samningi við úrúgvæska knattspyrnumanninn Luis Suárez á næstu dögum.

Suárez leikur nú sitt þriðja tímabil með Barcelona en forsetinn, Josep Maria Bartomeu, sagði við Radio Vision í Úrúgvæ að unnið hefði verið að nýja samningnum undanfarna mánuði. Hann kvaðst reikna með því að Suárez myndi skrifa undir samninginn sem muni gilda til að minnsta kosti fimm ára, eða til ársins 2022.

„Við er um í þann veginn að ljúka samningagerðinni við Suárez og það er aðeins eftir að klára nokkur smáatriði. En hann mun leika áfram með Barcelona. Hann er elskaður og dáður af öllum og hann elskar félagið. Þetta verður formlega tilkynnt á næstu dögum eða vikum. Kannski verður það góð jólagjöf. Ekki fyrir Luis, hann veit að hann verður hérna áfram, en fyrir stuðningsmennina," sagði Bartomeu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert