Southampton úr leik

Hapoel Beer Sheva gat fagnað í kvöld. Liðið er komið …
Hapoel Beer Sheva gat fagnað í kvöld. Liðið er komið áfram. AFP

Lokaumferðin í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu fór fram í kvöld en það var spútniklið, Hapoel Beer Sheva frá Ísrael, sem komst áfram á kostnað Southampton eftir 1:1 jafntefli á St. Mary's-leikvanginum.

Southampton hefur leikið ágætlega í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu til þessa en liðið er í tólfta sæti deildarinnar. Liðið var í dauðafæri að komast áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í kvöld en liðið þurfti að vinna Hapoel Beer Sheva frá Ísrael eða gera markalaust jafntefli við liðið.

Hapoel Beer Sheva hefur komið öllum á óvart í keppninni til þessa en það vann Inter frá Ítalíu í síðustu umferð og kom sér svo áfram í keppninni í kvöld með því að ná í 1:1 jafntefli gegn Southampton eftir að hafa komist yfir.

Maor Bar Buzaglo skoraði þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum og því ljóst að Southampton þurfti að skora tvö mörk til þess að komast áfram. Virgil van Dijk jafnaði metin í uppbótartíma með skoti af stuttu færi og þá var Maya Yoshida nálægt því að koma liðinu áfram í blálokin en skalli hans fór rétt fram hjá.

Beer Sheva fer því áfram ásamt Sparta Prag sem tapaði 2:1 fyrir Inter í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá helstu úrslit kvöldsins.

A-riðill:

Feyenoord 0:1 Fenerbahce
Zorya 0:2 Manchester United

B-riðill:

APOEL Nicosia 2:0 Olympiacos
Young Boys 3:0 Astana

C-riðill:

Anderlecht 2:3 St. Etienne
Mainz 2:0 Qabala

D-riðill:

AZ Alkmaar 3:2 Zenit
Maccabi Tel-Aviv 2:1 Dundalk

E-riðill:

Astra 0:0 Roma
Viktoria Plzen 3:2 Austria Vín

F-riðill:

Rapid Vín 1:1 Athletic Bilbao
Sassuolo - Genk - Frestað

G-riðill:

Panathinaikos 0:2 Celta Vigo
Standard Liege 1:1 Ajax

H-riðill:

Braga 2:4 Shakhtar Donetsk
Konyaspor 0:1 Gent

I-riðill:

Nice 2:1 Krasnodar
Salzburg 2:0 Schalke

J-riðill:

PAOK 2:0 Sloven Liberec
Qarabag 1:2 Fiorentina

K-riðill:

Inter 2:1 Sparta Prag
Southampton 1:1 Hapoel Beer Sheva

L-riðill:

Osmanlispor 2:0 FC Zürich
Villarreal 2:1 Steaua Bucharest

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert