The Rock draumafyrirliði Arons

Aron Einar Gunnarsson vill gjarnan fagna sigri á Englendingum aftur, …
Aron Einar Gunnarsson vill gjarnan fagna sigri á Englendingum aftur, eins og á EM í sumar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Draumaleikur Arons Einars Gunnarssonar væri gegn Englandi á Stade de France, með Pierluigi Collina sem dómara.

Þetta segir Aron í léttu spjalli á Youtube-síðu Cardiff, liðsins sem hann spilar með í ensku B-deildinni í knattspyrnu.

Aron var auðvitað fyrirliði íslenska landsliðsins þegar það vann England á EM í Frakklandi í sumar, og virðist gjarnan vilja endurtaka leikinn. Hann var jafnframt spurður hver hann vildi að yrði sín vítaskytta í leiknum og valdi Gylfa Þór Sigurðsson, sem hann segir aldrei hafa brugðist sér á vítapunktinum.

Gianluigi Buffon er draumamarkvörður Arons, en mesta athygli vekur kannski val hans á fyrirliða. Aron segist fylgjast með leikaranum The Rock á samfélagsmiðlunum, og telur að Bandaríkjamaðurinn gæti orðið góður fyrirliði, enda sé hann afar fær í að brýna fólk til góðra verka.

Draumamáltíð Arons fyrir leik væri annað hvort lambalæri eða hamborgarhryggur, en spjallið við hann má sjá í meðfylgjandi myndbandi.

The Rock yrði góður fyrirliði, að mati Arons Einars.
The Rock yrði góður fyrirliði, að mati Arons Einars. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert