United áfram eftir þægilegan sigur

Zlatan Ibrahimovic í leiknum í kvöld.
Zlatan Ibrahimovic í leiknum í kvöld. AFP

Manchester United er komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í knattspyrnu eftir 2:0 sigur á Zorya í A-riðlinum í kvöld. United hafnaði í öðru sæti riðilsins á eftir tyrkneska liðinu Fenerbahce.

Henrikh Mkhitaryan og Zlatan Ibrahimovic sáu til þess að sigur United yrði þægilegur í kvöld en fyrra mark liðsins kom í byrjun síðari hálfleiks. Mkhitaryan vann þá boltann í kringum miðsvæðið og keyrði í gegnum vörn Zorya áður en hann kláraði færið vel.

United stjórnaði síðari hálfleiknum og kom það því engum á óvart er Paul Pogba átti magnaða sendingu inn fyrir á Zlatan sem skoraði af miklu öryggi. Lokatölur 2:0 í Úkraínu og United komið í 32-liða úrslitin. Fenerbahce tók þó toppsætið með því að leggja Feyenoord að velli í Hollandi, en Moussa Sow gerði markið úr bakfallsspyrnu.

Rapid Vín og Athletic Bilbao gerðu 1:1 jafntefli í F-riðli. Arnór Ingvi Traustason var hvíldur hjá Rapid í dag og var því ekki í hópnum. Rapid er í þriðja sæti sem stendur en leik Sassuolo og Genk var frestað en hann fer fram í fyrramálið.

Viðar Örn Kjartansson og félagar í Maccabi Tel-Aviv fara ekki áfram upp úr D-riðli þrátt fyrir 2:1 sigur á Dundalk. AZ Alkmaar vann 3:2 sigur á Zenit á meðan og ljóst að AZ og Zenit fara áfram. Viðar lék allan leikinn fyrir Tel-Aviv.

Zorya 0:2 Manchester United
Rapid Vín 1:1 Athletic Bilbao
Maccabi Tel-Aviv 2:1 Dundalk

Fylgst verður með gangi mála hér á mbl.is

Leik lokið. 

88. MARK!!! Zorya 0:2 Man. Utd. VÁ!!! Zlatan Ibrahimovic skorar. Paul Pogba átti frábæra sendingu inn fyrir vörnina. Zlatan var hinn allra rólegasti fyrir framan markið og lagði hann örugglega í fjærhornið.

84. MARK! Rapid Vín 1:1 Athletic Bilbao. Enric Saborit jafnar metin fyrir Bilbao.

81. MARK! Rapid Vín 1:0 Athletic Bilbao. Joelinton að koma heimamönnum yfir. Arnór Ingvi er ekki í leikmannahópnum hjá Rapid en liðið ætlar að klára riðilinn með sæmd. Eiga þó ekki möguleika á að fara áfram.

48. MARK!!!! Zorya 0:1 Man. Utd. HENRIKH MKHITARYAN MEÐ FRÁBÆRT MARK!! Hann vann boltann við miðsvæðið, keyrði sjálfur í gegnum allt. Það var öflug gabbhreyfing við vítateiginn svo sem fíflaði varnarmann Zorya áður en hann kláraði svo færið.

46. Síðari hálfleikur er hafinn.

Hálfleikur.

45. ROONEY MEÐ SKOT!! Þokkalegt skot en það er varið yfir. United fékk hornspyrnu og náði öðru skoti en það fór yfir markið. Enska liðið að vakna til lífsins.

38. MARK!! Maccabi Tel-Aviv 2:1 Dundalk. Dor Micha að koma heimamönnum yfir í Ísrael.

36. ALEXANDER KARAVAEV!!! Þokkalegasta skot frá honum af löngu færi. Heimamenn sprækir í kvöld.

30. JAHÁ!! Sergio Romero, markvörður United, er í léttu áfalli eftir að það sprakk flugeldur í teignum. Hvernig atvikast þetta eiginlega í Evrópukeppni??

27. MARK! Maccabi Tel-Aviv 1:1 Dundalk. Eliaser Daza að koma knettinum í eigið net, jafn leikur.

21. MARK! Maccabi Tel-Aviv 1:0 Dundalk. Tal Ben Haim að skora úr vítaspyrnu fyrir ísraelska liðið.

17. PAUL POGBA MEÐ SKOT!! Fínt skot fyrir utan teig með vinstri löppinni.

9. HEIMAMENN Í HÆTTULEGU FÆRI!! Zorya byrjar betur. Þeir fá tvö fín tækifæri en síðara skotið fer í hliðarnetið.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Lýsingin verður uppfærð jafnóðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert