Höfðu aldrei séð þetta áður

Matthías Vilhjálmsson að skora mark.
Matthías Vilhjálmsson að skora mark. Ljósmynd/rbk.no

Matthías Vilhjálmsson gerði á dögunum nýjan samning við norska meistaraliðið Rosenborg. Á einu og hálfu ári hefur Matthías tekið þátt í ófáum sigrum liðsins, en liðið varð tvöfaldur meistari tvö tímabil í röð.

Matthías segir sig og fjölskylduna hafa komið sér vel fyrir í Þrándheimi og ákvörðunin um að semja á ný hafi ekki verið erfið.

„Þetta var nokkuð auðveld ákvörðun fyrir okkur fjölskylduna enda líður okkur vel og allt er til alls hjá félaginu. Ég hef upplifað margt og hef unnið nokkra titla síðan ég kom. Hef auk þess spilað Evrópuleiki og hef yfir litlu að kvarta. Ég er bjartsýnn á framhaldið hjá liðinu. Samstaðan er mikil og leikmenn eru rosalega góðir vinir. Mér finnst ótrúlega gaman að mæta á æfingar, sem er mjög mikilvægt. Við getum enn bætt okkur í Evrópukeppninni og það er gott að hafa slíkt markmið,“ sagði Matthías þegar Morgunblaðið tók púlsinn á honum í gær.

Sjá viðtal við Matthías í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Matthías Vilhjálmsson er með fjóra titla í Þrándheimi.
Matthías Vilhjálmsson er með fjóra titla í Þrándheimi. Ljósmynd/rbk.no
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert