Messi og Suárez ræða nýja samninga

Lionel Messi og Luis Suárez fagna marki Barcelona gegn Manchester …
Lionel Messi og Luis Suárez fagna marki Barcelona gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu fyrr á leiktíðinni. AFP

Lionel Messi og Luis Suárez, framherjar Barcelona, eru þessa dagana í viðræðum um að framlengja samninga sína við félagið. Samningar Messi og Suárez renna út næsta sumar, en Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, er vongóður um að samningar náist á næstu dögum eða vikum. 

„Það eru einungis smáatriði sem á eftir að ganga frá. Ég vænti þess að það verði gengið frá þeim innan skamms og við getum tilkynnt nýja samninga við þessa lykilleikmenn í okkar herbúðum fljótlega,“ sagði Bartomeu í samtali við fjölmiðla.

Messi er markahæsti leikmaður í sögu Barcelona með 321 mark og Suárez varð markahæsti leikmaður Evrópu þegar hann skoraði 40 mörk á síðustu leiktíð. Messi, Suárez og Neymar skoruðu samtals 131 mark fyrir Barcelona í öllum keppnum á síðasta tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert